Tix.is

Um viðburðinn

Elsku hjartans allrabestu jólaunnendur. Enn er von! Á miðvikudaginn, 1. nóvember, klukkan 11 stundvíslega, setjum við í sölu síðustu sætin á jólatónleika Baggalúts 2017! Miðameistarar okkar hafa hliðrað til á flestum tónleikunum þannig að nokkuð er um tvö eða jafnvel fleiri laus sæti hlið við hlið. Stök sæti verða að sjálfsögðu einnig til sölu fyrir einbúa, vitaverði, stórmeistara, forseta og aðra einfara.

Baggalútur heldur í þá rammíslensku jólahefð að blása til jólatónleikaraðar í Háskólabíói.

Svokallað einvalalið hljóðfæraleikara og söngvara klæðir sig í sparifötin og flytur klassísk jólalög á sinn einstaka hátt eins og undanfarin 11 ár.

Ekki fara í jólatónleikaköttinn. Jóló 2017!