Tix.is

Um viðburðinn
Hrefna Líf Ólafs­dótt­ir, er vel þekkt á samfélagsmiðlum. Hún hefur haldið úti mjög vinsælum aðgangi á snapchat undir notendanafninu ,,hrefnalif”. Einnig hefur hún verið verið pistlahöfundur á bleikt.is ásamt því að halda úti bloggi undir eigin nafni.
Hrefna Líf er með 5 stig í söng frá Söngskólanum í Reykjavík og hefur komið víða fram frá ungra aldri. 

Í sumar flutti hún ásamt fjölskyldu sinni frá Spáni. Fjölskyldan á 2 hunda sem hafa vakið mikla lukku á Snapchat og bíða þeir nú hjá vinafólki í Noregi eftir að komast heim. Allt þetta ferli er mjög kostnaðarsamt. Þannig að Hrefna Líf ákvað að slá 2 flugur í einu höggi.

Að syngja inn fyrir kostnaðinum að flytja hunda aftur til Íslands og koma fram og halda tónleika fyrir fylgjendur sína sem og aðra. Hún hefur víða vakið athygli með rödd sinni og ætlar að taka öll sín uppáhalds lög og blúsa þau upp í Tjarnarbíói 5. september næstkomandi.