Tix.is

Um viðburðinn

Rohit Thawani verður aðalfyrirlesari á Krossmiðlun 2017, 15. september í Hörpu.

Hann er kallaður Obi-Wan Kenobi stafræna heimsins, enda mjög framarlega á sínu sviði. Rohit Thawani er yfir allri stafrænni stefnumótun og samfélagsmiðlamarkaðssetningu auglýsingastofunnar TBWA/Chiat/Day í Los Angeles og situr einnig í alþjóðlegu tæknisköpunarráði TBWA. Rohit hefur unnið fyrir stór vörumerki á borð við Apple, Coca-Cola, Netflix, Nissan, American Idol, NBA, Gatorade o.fl. Rohit er vinsæll fyrirlesari en hann hefur meðal annars flutt fyrirlestra á borð við „Reddit, you’re doing it wrong“ og „When your devices decide to touch you back”.

Ekki missa af einstöku tækifæri 15. September í Hörpu til þess að fræðast og hlýða á einn fremsta sérfræðing heims í samfélagsmiðlum. Það verða einnig fleiri frábærir fyrirlesarar á Krossmiðlun sem verða tilkynntir seinna. Undanfarin ár hefur verið uppselt á Krossmiðlun svo það er gott að hafa hraðar hendur og tryggja sér miða.