Tix.is

Um viðburðinn

Eftir áralanga búsetu erlendis er Dísa Jakobsdóttir flutt aftur heim og fagnar nú útgáfu nýrrar breiðskífu, Reflections, með tónleikahaldi á Græna hattinum 14. september.

Titillag plötunnar, Reflections, hefur setið á topplistum Rásar 2 í sumar og því verður einstakt tækifæri að sjá hana flytja efni plötunnar þar sem ber við nýjan hljóm. Á plötunni leitast Dísa við að kalla fram ambient-áhrif sem vekja hughrif og draumkennt ástand. Hennar helstu yrkisefni eru ferðalög hugans, lýsingar á draumum og myndrænum hlutum og því mega áhorfendur búast við einskonar andlegu hugarferðalagi.

Dísa flytur tónlist nýju plötunnar í bland við eldra efni.

Hljómsveit:
Þorvaldur Þór Þorvaldsson
Ingimundur Guðmundsson
Karl James
Dísa Jakobsdóttir