Tix.is

Um viðburðinn

MANNAUÐSDAGURINN er kjörinn vettvangur fyrir fyrirtæki og þjónustuaðila til að kynna vörur og þjónustu fyrir mannauðsstjórum og sérfræðingum hjá íslenskum fyrirtækjum og stofnunum.

Yfirskrift mannauðsdagsins í ár er ,,Framtíð starfa” en á næstu árum er fyrirséð að störf munu breytast og einhver kunna að hverfa vegna örra tæknibreytinga.

Kynningarsvæðið verður eins og á síðasta ári í Norðurljósasal Hörpu, salnum sem liggur samsíða Silfurbergi, ráðstefnusalnum sjálfum. Innangengt er á milli tveggja og verður  inngangurinn á ráðstefnuna úr Norðurljósum og munu gestir ganga í gegnum sýningarsvæðið til að komast inn í ráðstefnusalinn.

Smelltu HÉR til að sjá yfirlitsmynd af sýningarsvæðinu.