Tix.is

Um viðburðinn

Myndin hefst á hinni dramatísku sögu af hvarfi Guðmundar Einarssonar og svo Geirfinns Einarssonar árið 1974. Síðan víkur sögu til þeirra sex ungmenna sem handtekin voru fyrir að hafa ráðið þeim bana. Byggt er á frásögn þeirra sem upplifðu atburðarrásina.

Myndin er frumsýnd í Bíó Paradís 10. ágúst 2017. 

Myndin er framleidd í samstarfi Sagafilm og Mosaic Films í London. Framleiðandi fyrir hönd Sagafilm er Margrét Jónasdóttir en framleiðandi Mosaic er Andy Glynne. Dylan Howitt er leikstjóri myndarinnar sem byggir að hluta til á gömlu myndefni frá áttunda áratugnum og nýjum leiknum atriðum sem leikstýrt var af Dylan Howitt og Óskari Jónassyni. Tónlist gerði BAFTA verðlaunahafinn Ólafur Arnalds. Upptökustjóri: Bergsteinn Björgúlfsson.

Myndin er á ensku (með íslenskum texta) og á íslensku.