Tix.is

Um viðburðinn

Quartetto au mouversi – eða Kvartett á hreyfingu – einbeitir sér að tónlist 20. og 21. aldarinnar, auk þess sem þjóðlög af ýmsu tagi eru aufúsugestir á efnisskrám hópsins. Þar sem ekki ýkja mörg verk hafa verið samin fyrir kvartett söngs, gítars, flautu og klarinetts leitast Quatour au mouversi við að panta ný tónverk fyrir hópinn í heild. Á tvennum tónleikum í tónleikaröðinni Sígildir sunnudagar frumflytur kvartettinn fjögur ný tónverk eftir Hafdísi Bjarnadóttur, Hróðmar Inga Sigurbjörnsson, Báru Grímsdóttur og Ingibjörgu Azimu Guðlaugsdóttur, auk þess að tefla fram spennandi einleiksverkum, dúóum og tríóum.