Tix.is

Um viðburðinn

X977 og Víking brugghús kynnir

Alice in Chains rokkmessa, föstudaginn 8. september næstkomandi á Gauknum. Allir helstu slagararnir fá að heyrast bæði rafmagnað og órafmagnað á þessari þrumukvöldstund. Sannir rokkhundar vilja ekki missa af þessu. Aðeins þessi eini viðburður.

FLYTJENDUR
Söngur - Jens Ólafsson (Brain Police)
Söngur - Kristófer Jensson (Lights On the Highway)
Gítar - Franz Gunnarsson (Dr. Spock)
Gítar – Helgi Reynir Jónsson (Dalí)
Trommur - Kristján B. Heiðarsson (Skurk)
Bassi - Jón Svanur Sveinsson (Nykur)

Alice In Chains var stofnuð árið 1987 í borginni Seattle í Washington fylki Bandaríkjanna. Upp úr 1990 var hún leiðandi í grugg bylgjunni sem tröllreið heimsbyggðinni ásamt Nirvana, Pearl Jam, Soundgarden og fleiri sveitum. Skipta má ferli sveitarinnar í tvo hluta, þann fyrri frá 1987 – 2002 eða allt þar til söngvari sveitarinnar, Layne Staley fannst látinn á heimili sínu og lagðist sveitin þá í dvala. Á þessu tímabili gaf sveitin út þrjár breiðskífur og tvær stuttskífur ásamt lögum sem rötuðu í kvikmyndir. Árið 2005 reis sveitin úr dvala og er enn starfandi með söngvaranum William DuVall í fararbroddi. Fram til þessa hefur sveitin gefið út tvær breiðskífur og nokkrar smáskífur og ný músík er handan hornsins.