Tix.is

Um viðburðinn

X977 og Víking brugghús kynnir

AC/DC, hinni goðsagnakenndu hljómsveit, sem á mest seldu rokkplötu allra tíma, Back In Black, og hátt í 200 milljón plötur seldar um heim allan á rúmlega 40 ára ferli, verður gert hátt undir á glæsilegum tónleikum á Gauknum, 22. September næstkomandi

Á tónleikunum fá aðdándur sveitarinnar að heyra lög eins og Back in black, Thunderstruck, You shook me all night long, Highway to hell, Hells bells, Let there be rock og fleiri stórsmelli. Það er valinn maður í hverju rúmi í þessari mögnuðu dagskrá en hljómsveitina skipa þaulvanir og þéttir íslenskir rokkarar.

FLYTJENDUR
Söngur - Stefán Jakobsson (Dimma)
Söngur - Dagur Sigurðsson
Gítar: Ingó Geirdal (Dimma)
Gítar: Franz Gunnarssson (Ensími, Dr. Spock, Paunkholm)
Trommur: Magnús Magnússon (Babies)
Bassi: Guðni Finnsson (Dr. Spock, Mugison, Ensími)