Tix.is

Um viðburðinn

Hollenska prog-rock hljómsveitin FOCUS heimsækir Hard Rock Café í fyrsta sinn fimmtudagskvöldið 21.september.

Fyrir 2 árum komu þeir og héldu einhverja þá eftirminnilegustu tónleika sem hafa verið haldnir á Græna Hattinum og þeir vildu endurtaka leikinn og vera nú í Reykjavík líka. Focus er þekktasta hljómsveit Hollands og hafa gefið út 10 plötur og eru um þessar mundir að vinna að þeirri elleftu. Hér ætla þeir að flytja öll sín þekktustu lög auk þess sem einhver splunkuný fá að heyrast. Nú nýlega átti þeirra frægasta lag "Hocus Pocus” stóra rullu í hinni gríðarvinsælu kvikmynd Baby Driver.

Focus eru einnig á Græna Hattinum fös. 22. sept.