Tix.is

Um viðburðinn

Hryllilegasta rokktónleikasýning sögunnar í Háskólabíói 28. október með einhverju fremsta tónlistarfólki Íslands. Fram koma Eyþór Ingi, Salka Sól, Stebbi Jak, Greta Salóme, Andrea Gylfa, Selma Björns, Sirkus Íslands, Ólafur Egill, stórsveit Todmobile, kór og dansarar.

Á tónleikunum verða leikin lög eins og Highway to Hell, Zombie, Thriller, lög úr Litlu Hryllingsbúðinni og Rocky Horror og margt margt fleira.

Tónleikasýning þar sem öllu verður tjaldað til og enginn fer óskelkaður út. Á undan sýningunni verður klukkutíma fordrykkur í samstarfi við Partýbúðina í andyri Háskólabíós með alls kyns uppákomum og gestir geta hitað upp fyrir sýninguna.

Tónleikasýning sem á sér enga hliðstæðu á Íslandi og enginn má missa af.

Þorir þú?