Tix.is

  • 24. - 26. ágúst
  • Hafnarfjörður
Um viðburðinn

Bæjarbíó og prime kynna með stolti í samstarfi við Egils Gull léttöl ´"Hjarta Hafnarfjarðar"

Fimmtudag 24. ágúst frá kl 19.00- 00:00
Föstudag 25. ágúst frá kl 19.00- 00:00
Laugardag 26. ágúst frá kl 19.00- 00:00

Þriggja daga tónlistar-og bæjarhátíð í og við Bæjarbíó Hafnarfirði, Hjarta Hafnarfjarðar. Stórskotalið íslenskrar tónlistar hafa boðað kom sína til okkar. Á meðal þeirra sem koma fram eru

- Valdimar
- Amabadama
- Björgvin Halldórsson
- Friðrik Dór
- Bjartmar Guðlaugsson
- Dúkkulísur
- Jón Jónsson
- Kiriyama Family

Við eigum svo eftir að kynna 3 tónlistaratriði til viðbótar áður en hátíðin gengur í garð. Við birtum dagskrána í heild sinni eftir dögum miðvikudaginn 26. júlí

Við opnum húsið kl 19:00 alla dagana og lofum alvöru stemmingu fram að miðnætti . Í boði eru helgararmbönd í takmörkuðu upplagi auk dagpassa á hvern dag fyrir sig. Selt verður í númeruð sæti Miðasala er hafin á tix.is. Aldurstakmark er 20 ár . Allar nánari upplýsingar um dagskrána og annað sem vert er að vita er að finna á Facebook síðu Bæjarbíós og Hjarta Hafnarfjarðar. Hafnarfjarðarbær er sérstakur samstarfsaðili Hjarta Hafnarfjarðar.

Í portinu á bak við Bjæarbíó bjóðum við svo upp á reykaðatöðu og í 100 fermetra tjaldi er hægt að tylla sér niður, fá sér drykk á útibarnum og njóta lifandi tónlistar.

ARMBÖND
Armbönd verða afhent í Bæjarbíó i frá kl 12:00-16:00 miðvikudaginn 23.ágúst og frá hádegi fimmtudaginn 24. ágúst

BJÓRKORT
Hægt er að kaupa 10 miða bjórkort á ákveðnum bjórtegundum á betra verði bæði í dósum og gleri. Þau verða til sölu á tix.is með miðasölunni. Einnig er hægt að kaupa þau í Bæjarbíói strax eftir verslunarmannahelgi