Tix.is

Um viðburðinn

Það verður breska hljómsveitin Mumford & Sons sem lokar Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni 2017. Aðrir listamenn sem koma fram þetta kvöld í Valshöllinni verða kynntir síðar. 

Það þarf vart að kynna Mumford & Sons fyrir landsmönnum en hún hefur verið með vinsælustu hljómsveitum heimsins síðustu ár. Plötur þeirra hafa selst í bílförmum út um allan heim en sveitin hefur sent frá sér þrjár plötur: Sigh No More (2009), Babel (2012) og Wilder Mind (2015). Helstu smellir Mumford eru: I will wait, The Cave, Little Lion Man og Belive. Hljómsveitin þykir með allra bestu tónleikaböndum í heiminum í dag.

Örfáir miðar til í almennri sölu.

Iceland Airwaves miðahöfum gefst að sjálfsögðu kostur að sjá hljómsveitina en þurfa að sækja sér miða í Hörpu laugardaginn 4. nóvember kl. 17. Vinsamlegast athugið: Miðahafending hefst stundvíslega kl. 17 þann 4. nóvember í Hörpu. Fyrstur kemur, fyrstur fær – eitt armband = einn miði