Tix.is

Um viðburðinn

Kátt á Klambra er barnahátíð sem haldin verður í annað skipti á Klambratúni þann 30. júlí næstkomandi. Svæðið verður sannkallað ævintýraland og nóg um að vera og gera fyrir alla fjölskylduna.

Flott dagskrá á sviði og fjöldi annara viðburða sem hægt er að njóta! Heill dagur af mikilli gleði :)

Lalli töframaður mun stíga á stokk á milli atriða með alls konar gleði og sín alræmdu töfrabrögð.

Kátt á Klambra er í boði Trópí

Dagskráin

11.30  Broskall

12.15 Fjölskyldujóga með Lóu

13.00 Krakkafjör með Plié listdansskóla

13.40 Sirkus Íslands sýning

14.00 Hildur 

14.40 Beatbox kennsla með Sigga Bahama

15.00 Lalli Töframaður

15.20 Afródans með Barakan 

16.00 Emmsjé Gauti

16.30 Barnadiskó

Ásamt þessu verður hægt að búa til súkkulaði undir leiðsögn Halldórs Konditora (skráning auglýst á facebook síðu), fara í ritlistasmiðju hjá Viktoríu Blöndal og Kött Grá Pé, skella sér í andlitsmálningu eða tattú, blása sápukúlur, föndra í skemmtilegu föndurtjaldi, skella sér á hjólabretti á glæsilegum hjólabrettapalli, mála á taupoka hjá iglo+indi ásamt ótal mörgu öðru sem verður í boði á svæðinu.

Fjölbreyttir matvagnar verða á svæðinu og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Boðið verður uppá skipti- og gjafaaðstöðu í notalegu umhverfi.

Aðgangur á hátíðina eru litlar 1.200 krónur á manninn og í boði er einnig fjölskyldupakki með 4 miðum á 4.000 krónur. Frítt fyrir 3ja ára og yngri.

Öll afþreying á svæðinu er innifalin í miðaverðinu!

Svæðið opnar kl. 11 og lýkur dagskrá kl. 17

Fylgist betur með á facebooksíðunni Kátt á Klambra: https://www.facebook.com/kattaklambra/?fref=ts

Hittumst kát á Klambratúni þann 30. júlí!