Tix.is

Um viðburðinn

Tónlistarhátíðin Innipúkinn verður haldin um verslunarmannahelgina í ár, eins og hefð er fyrir. Aðaltónleikadagskráin fer að sjálfsögðu fram innandyra, og verður líkt og í fyrra í Kvosinni á tónleikastöðunum Húrra og Gauknum. Þar verður boðið upp á fjölbreytta tónleikadagskrá föstudags-, laugardags- og sunnudagskvöld, þ.e.a.s. 4.-6. ágúst.

Naustin, gatan milli Hafnarstrætis og Tryggvagötu sem liggur fyrir framan tónleikastaðina, verður tyrfð og lokuð fyrir bílaumferð á meðan á hátíðinni stendrm stendur. Þar verður boðið upp á gríðarskemmtilega götuhátíðarstemmningu alla daga Innipúkans. Götudagskráin er ókeypis og opin öllum.

Í fyrra seldust allir miðar upp og því er fólk hvatt til að tryggja sér miða í tíma.

Line-up:

Föstudagur
Between Mountains
Cyber
Fufanu
Joey Christ
Jón Jónsson
Sóley
Sturla Atlas
Vök

Laugardagur
Alvia Islandia
Amabadama
aYia
Daði Freyr
Kiriyama Family
Marteinn Sindri
Sigga Beinteins & Babies

Sunnudagur
Dimma
Elli Grill
FM Belfast
Kontinuum
Milkywhale
Twin Twin Situation
XXX Rottweiler hundar

MIÐASALA

Armband á hátíðina gildir alla helgina bæði á Húrra og Gaukinn og þau má nálgast, gegn framvísun aðgöngumiða, á Gauknum frá og með föstudeginum. Einnig er hægt að kaupa miða inn á stök kvöld.

20 ára aldurstakmark