Tix.is

Um viðburðinn

Chirs Foster er einhver mikilvirtasti trúbadúr (söngur/gítar) á Bretlandseyjum, þekktur fyrir flutning sinn á þjóðlögum og nýrri söngvum. Hann hóf feril snemma á áttunda áratugnum, túraði um heiminn og gaf út tvær plötur; Layers 1977 og All Things in Common 1979 en þær vöktu mikla athygli. Síðan 2004 hefur Chris verið búsettur á Íslandi þar sem hann hefur átt sér hreiður á Bergþórugötunni. Þar býr hann með Báru Grímsdóttur söngkonu og tónskáldi en saman starfa þau sem dúettinn Funi og flytja íslensk og erlend þjóðlög.

Chris fer reglulega túra til meginlands Evrópu og Bretlandseyja. Hann hefur nýlega gefið út sína sjöundu sóló hljómplötu, Hadelin, með lögum sem náið tengjast fólki og viðburðum úr hans lífi, frá vöggu til grafar, hæðum og lægðum í baráttunni fyrir réttlæti og mannréttindum.

Chris hefur afburðafærni í gítarleik, fingraplokki og fjölbreyttum stillingum auk þess sem hann hefur með þrotlausu grúski þróað frumstæð hljóðfæri eins og langspilið og íslensku fiðluna, á nútímalegan máta. Rödd hans er hrjúf en samt mjúk og framkoma á tónleikum eistaklega persóuleg og heillandi.

Tónleikar Chris Fosters eru fyrstu tónleikar Arctic Concerts í Iðnó en þar verða fernir tónleikar á fimmtudögum í júlí, ætlaðir áhugafólki um vandaða tónlist og vel flutta, íslendingum jafnt sem erlendum gestum. Aðgangseyrir kr. 2.500.

Chris Foster

Youtube
Facebook