Tix.is

Um viðburðinn

Ný íslensk tónlist – Stórsveit Reykjavíkur

Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Silfurbergi, Hörpu sunnudaginn 13. maí kl 20.  Um er að ræða árlega tónleika þar sem frumflutt er ný íslensk tónlist, sérstaklega samin fyrir sveitina. Þessir árvissu tónleikar eru lykilþáttur í starfsemi Stórsveitar Reykjavíkur. Þeir hafa verið mjög spennandi undafarin ár og meðal annars getið af sér verðlaunplötur með tónlist Jóels Pálssonar og Stefáns S. Stefánssonar.  Að þessu sinni verða flutt verk eftir Agnar Má Magnússon,  Kjartan Valdemarsson, Hauk Gröndal, Sigurð Flosason og Eirík Rafn Stefánsson.
Stjórnandi er Snorri Sigurðarson.   

Miðar fást í miðasölu Hörpu og á harpa.is.

· 10% afsláttur fyrir eldriborgara, öryrkja og námsmenn. Aðeins afgreitt í miðasölu Hörpu.

· Ef keyptir eru miðar á a.m.k þrenna tónleika í einu fæst 20% afsláttur. Aðeins afgreitt í miðasölu Hörpu.