Tix.is

Um viðburðinn

Empower Women retreat í Karabíska hafinu með Gyðjunni

Langar þig að skapa þér þitt draumalíf umkringd Paradísareyjum, turkísbláum sjó og hvítum ströndum í Karabíska hafinu? Þá er tækifærið komið! Sigrún Lilja oftast kennd við hönnunarmerkið sitt Gyðju er nú mætt til leiks með glænýtt og spennandi námskeið fyrir konur sem fram fer um borð á einu glæsilegasta skemmtiferðaskipi í heimi Oasis of the Seas í Karabískahafinu í haust.

Lúxus og dekur verður haft í fyrirrúmi á meðan þátttakendur sem eru eins og nafnið gefur til kynna konur, byggja upp sjálfstraustið í að fylgja sínum draumum til fulls, mynda sér stefnu og hanna sitt drauma líf. Siglt verður til Haíti, Jamaica og Mexico á þessu glæsilega skipi frá Royal Carribean en allur matur er innifalin. Það eru fjölmargir veitingarstaðir um borð ásamt Starbucks kaffihúsi, ís börum og bistroi svo fátt eitt sé nefnt.

Ferðin er vel skipulögð og munu þátttakendur njóta alls hins besta um borð. Má þar nefna veggja klifur, kennsla og prufa á brimbretti og skautar svo fátt eitt sé nefnt. Það eru líka 20 sundlaugar í skipinu ásamt Broadway sýningum á heimsmælikvarða. Á áfangastöðunum bíður svo VIP meðferð kvennanna þar sem þær verða leiddar um paradísina í fylgd með leiðsögumanneskju og fá að njóta brot af því besta á hverjum stað fyrir sig á meðan Facebook síða ferðarinnar má sjá hér


Markmiðið með þessari ferð er að þáttakendur víkki sjóndeildarhringinn, byggi upp sjálfstraust og hugrekki til að fylgja draumunum sínum eftir. Að hver og ein kona komi heim með aukið sjálfstraust, búnar að hanna sitt draumalíf og fullar af orku til að byrja strax að setja aðgerðaráætlunina sem þær hafa búið til í framkvæmd til að láta drauma sína og þrár rætast.


Hvað er innifalið í verðinu?

Innifalið er eftirfarandi:
- Þátttakendur eru sóttir á fyrirfram ákveðnum stað í Orlando og keyrðir að bátnum.
- 7 nætur og 8 dagar í skemmtiferðarsiglingu á Oasis of the Seas sem er eitt stærsta skemmtiferðarskip í heimi.
- Herbergi á Oasis of the Seas.
- Matur um borð. Hægt er að velja um fjöldan allan af glæsilegum veitingarstöðum sem eru innifaldir og er matseðill á aðalveitingarstaðnum sem er með glæsilegasta móti á hverju kvöldi þar sem þjónað er til borðs. Hópurinn mun eiga þar föst sæti en valfrjálst er að borða á hvaða veitingarstað sem er í skipinu þegar manni lystir.
- Empower Women sjálfstyrkingar og uppbyggingar námskeiðið sjálft með Sigrúnu Lilju en mikið er lagt uppúr því að þáttakendur byggi upp sjálfstraust, hugrekki og hanni sitt draumalíf með tækjum og tólum sem Sigrún kennir í ferðinni.
- Skemmtun og leikir um borð.
- Á hverjum áfangastað er boðið uppá einstaka ferð sem sett hefur verið saman sérstaklega fyrir hópinn og er hádegismatur á staðnum einnig innifalin í verðinu.

Ekki er innifalið:
- Flug til og frá Flórida. Hægt er að finna beint flug t.d. með Icelandair beint til Orlando eða til Tampa sem er 137 km frá Orlando. Wow air flýgur einnig til Miami sem er 328 km frá Orlando. Ef bókað er með fyrirvara má ná flugum á sanngjörnu verði.
- Drykkir um borð eru ekki innifaldir í verði en hægt er að kaupa drykkjarpakka sem eru frá 850 kr á dag fyrir gos og vatn og uppí 5500 kr á dag fyrir delux pakkann en þá eru bæði áfengir og ófengir drykkir innifaldir.
- Nokkrir veitingarstaðir um borð sem hægt er að velja um eru svokallaðir „specality restaurants“ en þá þarf að greiða sérstaklega fyrir ef valið er að fara á þá.

Hvenær þarf ég að vera komin til Orlando í síðasta lagi?
Hópurinn leggur af stað útá höfn um kl. 15:00, þann 17. september 2017. Flug þann 16.september til Flórída er því í síðasta lagi frá Íslandi.

Hvenær get ég bókað flug aftur til baka til Íslands?
Við komum í höfnina í Orlando kl. 6:00 að morgni 24.september. Það er því ekkert því til fyrirstöðu að fljúga til baka þann dag svo lengi sem gert er ráð fyrir nægum tíma í keyrslu uppá flugvöll. Þátttakendur eru hiklaust hvattir til að taka sér nokkra daga á Flórída fyrir eða eftir siglinguna ef þeir hafa tök á til að slaka á og njóta.

Hver er munurinn á að vera með herbergi inni eða herbergi með svölum?
Herbergin inni eru 16 fm að stærð. Þar eru tvö rúm sem hægt er að breyta í King Size rúm. Sér baðherbergi er í herberginu auk setustofu en engin gluggi er í herbergjum inni.
Herbergin með svölum eru 17 fm að stærð og eru þau að auki með 4,5 fm svölum sem snúa útá haf. Þar eru tvö rúm sem hægt er að breyta í King Size rúm. Sér baðherbergi er í herberginu auk setustofu en herbergin með svölum eru örlítið rúmbetri en þau sem eru inni, auk þess sem margir telja það aukin þægindi að geta farið útá svalir beint úr herbergjunum sínum.

Ef ég þarf að hætta við ferðina útaf einhverri ástæðu, fæ ég þá endurgreitt?
Ef þú hættir við ferðina fyrir 1. júlí n.k. þá færðu 100% endurgreitt.
Ef þú hættir við ferðina fyrir 1.-20.júlí þá er dregið af 25 þúsund af í þóknun en restina af ferðinni færðu endurgreidda.
Ef þú hættir við ferðina frá 21.júlí – 15. ágúst þá færðu 50% endurgreitt
Ef þú hættir við ferðina frá 16.ágúst – 31. ágúst þá færðu 25% endurgreitt
Ef þú hættir við ferðina frá 1.sept – 17. sept þá er ekkert endurgreitt.
ATH! Þetta eru reglur skipafélagsins og því ekki hægt að breyta þeim.

Get ég skipt niður greiðslum?
Já möguleiki er á að skipta niður greiðslum með því að skipta reikningnum niður hjá kreditkorta fyrirtækinu eftir að ferðin hefur verið bókuð.

Er spurningunni þinni ekki svarað hér að ofan? Þá skaltu senda okkur línu á facebook með spurningunni þinni eða símanúmeri sem hægt er að ná í þig og við höfum samband við fyrsta tækifæri.