Tix.is

Um viðburðinn

DIMMA á Hard Rock Café 24 júní. (Fjölskyldu og kvöldtónleikar)

Þungarokksveitin DIMMA kemur fram á tvennum tónleikum í tónleikasal Hard Rock Café laugardaginn 24. júní.

Fyrri tónleikarnir hefjast kl 16:00 (dyr 15:30) og eru opnir öllum aldurshópum. Miðaverð er kr 1500 og frítt fyrir krakka undir 6 ára. Forráðamönnum er bent á að hafa meðferðis heyrnahlífar fyrir lítil eyru.

Seinni tónleikarnir hefjast kl 22:00 (dyr 21:00) og er miðaverð kr 2900.

DIMMA gaf út plötuna Eldraunir í maí og hefur platan verið ein mest selda plata landsins síðan þá. DIMMA er að fylgja plötunni eftir af krafti og mun koma fram á tónleikum víðsvegar um landið á næstu mánuðum, bæði eigin tónleikum sem og á helstu tónleikahátíðum landsins svo sem Eistnaflugi, Þjóðhátíð, Neistaflugi og Menningarnótt.

Á þessum standandi tónleikum á Hard Rock Café mun sveitin leika plötuna Eldraunir í heild sinni í bland við sína helstu slagara.

Þetta verður sveitt, hátt og dimmt og þungt.