Tix.is

Um viðburðinn

Faðirinn

André er tekinn að eldast. Á árum áður starfaði hann sem verkfræðingur. Eða var hann kannski steppdansari? Bláókunnugt fólk birtist á heimili hans og segist vera dóttir hans og maður hennar. Hver dirfist að halda því fram að hann geti ekki séð um sig sjálfur? Er verið að spila með hann? Getur verið að hann sé farinn að tapa áttum? Er heilinn farinn að gefa sig? Eða er heimurinn sjálfur genginn af göflunum? 

Óvenjulegt og áhrifamikið verk um viðkvæmt málefni, fullt af sársauka og húmor.   


Leiksýningin er sýnd í Kassanum við Lindargötu 7.