Tix.is

Um viðburðinn

Það seldist upp á Uppáhaldslögin hennar Ömmu í Bæjarbíó á örskömmum tíma. Þökkum frábærar móttökur og vegna fjölda áskorana höfum við ákveðið að setja á aukatónleika.

Ágústa Eva flytur dægurlagaperlur áranna 1945-1960 í Bæjarbíói Hafnarrfirði sunnudaginn 13. ágúst n.k kl 18:00. Hún verður ekki ein á ferð því með henni deila sviðinu margir af fremstu tónlistarmönnum landsins.

Hljómsveit hennar er þannig skipuð:

Kjartan Valdemarsson Píanó
Óskar Guðjónsson saxafónn
Matthías Hemstock trommur
Þórður Högnason kontrabassi

Hver man ekki eftir lögum frá þessum tíma eins og Manstu gamla daga, Í rökkuró, Síðasti vagninn í Sogamýri, Litla flugan, Brúnaljósin Brúnu og það sem ekki má. Þessi lög ásamt fjölda annara verða á dagskránni í Bæjarbíói.

Loksins gefst tækifæri á að skófla stórfjölskyldunni saman í bílinn og eiga yndislega kvöldstund við kunnuglega tóna.

Hlakka mikið til að sjá ykkur öll

Ágústa Eva