Tix.is

Um viðburðinn

Amadeus: Bíótónleikar - Sinfóníuhljómsveit Íslands
26. apr. » 19:30 Eldborg | Harpa
27. apr. » 19:30 Eldborg | Harpa

KVIKMYND
Peter Shaffer og Milos Forman Amadeus

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Ludwig Wicki

KÓR
Mótettukór Hallgrímskirkju

KÓRSTJÓRI
Hörður Áskelsson

Á þessum bíótónleikum verður kvikmyndin Amadeus eftir Milos Forman sýnd í Eldborg með lifandi leik Sinfóníuhljómsveitar Íslands.

 Kvikmyndin vakti heimsathygli þegar það var frumsýnt og sló öll met. Hún hlaut átta Óskarsverðlaun árið 1984 og er almennt talin með bestu tónlistarkvikmyndum allra tíma. Sagan segir frá samskiptum þeirra Mozarts og Salieris í Vínarborg, en Salieri tekur sárt að horfa upp á ótvíræða yfirburði Mozarts í tónlistinni og honum þykir Guð hafa svikið sig með því að útdeila snilligáfunni með þessum hætti. Meðal leikara eru Tom Hulce í hlutverki tónskáldsins og F. Murray Abraham sem hlaut Óskarsverðlaun fyrir ógleymanlega túlkun sína á Salieri. 

 Nú gefst einstakt tækifæri til að upplifa bæði kvikmyndina og stórfenglega tónlist Mozarts í lifandi flutningi Sinfóníuhljómsveitar Íslands og Mótettukór Hallgrímskirkju. Ekki missa af þessum stórbrotna viðburði. 

 Athugið að börn yngri en 12 ára þurfa að vera í fylgd forráðamanna.