Tix.is

Um viðburðinn

Gautaborgarsinfónían á Íslandi
18. mar. » 19:30 Eldborg | Harpa

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Santtu-Matias Rouvali

EINLEIKARI
Hélène Grimaud

EFNISSKRÁ
Richard Strauss Svíta úr Rósarriddaranum
Ludwig van Beethoven Píanókonsert nr. 4
Jean Sibelius Sinfónía nr. 1

Sinfóníuhljómsveit Íslands hélt tónleika í Gautaborg í apríl síðastliðnum við dágóðar undirtektir. Nú er komið að Gautaborgarsinfóníunni að endurgjalda greiðann og leika fyrir Íslendinga. Einleikari er hin franska Hélène Grimaud sem hefur um áratuga skeið verið í hópi fremstu píanista heims. Hún hefur hljóðritað fyrir Deutsche Grammophon og hlotið öll helstu verðlaun klassíska tónlistarheimsins. Á tónleikunum leikur Grimaud hinn undurfagra píanókonsert nr. 4 eftir Beethoven en einnig hljóma tvö meistarverk frá því um aldamótin 1900, valsaskotin svíta úr óperunni Der Rosenkavalier eftir Strauss og glæsileg frumraun Sibeliusar í sinfóníusmíðum. Hljómsveitarstjóri er hinn finnski Santtu-Matias Rouvali, einn eftirsóttasti ungi stjórnandi heims um þessar mundir. Hann hefur tvívegi stjórnað Sinfóníuhljómsveit Íslands með frábærum árangri en hann tók við stöðu aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitarinnar í Gautaborg haustið 2017.

Áskrifendur Sinfóníuhljómsveitar Íslands geta tryggt sér miða á tónleikana sem viðbót við áskriftarraðir sínar á hefðbundnu áskriftarverði.