Tix.is

Um viðburðinn

Bach og Mozart: Aðventutónleikar Sinfóníunnar
7. des. » 19:30 Eldborg | Harpa

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Jonathan Cohen

EINSÖNGVARI
Sally Matthews

EFNISSKRÁ
Johann Sebastian Bach Hljómsveitarsvíta nr. 3 í D-dúr
Wolfgang Amadeus Mozart Exsultate, jubilate
Wolfgang Amadeus Mozart Così fan tutte, forleikur
Wolfgang Amadeus Mozart Porgi amor, úr Brúðkaupi Fígarós
Wolfgang Amadeus Mozart Martern aller Arten, úr Brottnáminu úr kvennabúrinu
Wolfgang Amadeus Mozart Sinfónía nr. 31

Tónleikakynning í Hörpuhorni » 18:00

Sally Matthews er ein eftirsóttasta sópransöngkona heims en hún er einnig „tengdadóttir Íslands“ því að eiginmaður hennar er Finnur Bjarnason söngvari. Hún hefur meðal annars sungið á tónlistarhátíðinni í Salzburg, við Covent Garden og Vínaróperuna, með Berlínarfílharmóníunni undir stjórn Simons Rattle, og í haust stígur hún í fyrsta sinn á svið Metropolitan-óperunnar í New York. Sally hefur silkimjúka sópranrödd sem hentar tónlist Mozarts fullkomlega enda hefur hún hlotið mikið lof gagnrýnenda einmitt fyrir flutning sinn á Mozart. Á Aðventutónleikum Sinfóníunnar syngur hún tvær frægar aríur Mozarts, m.a. aríu greifynjunnar úr Brúðkaupi Fígarós, en einnig hið sívinsæla Exsultate, jubilate sem er eins konar konsert fyrir sópranrödd.

Jonathan Cohen er einn fremsti barokkstjórnandi Bretlands af yngri kynslóðinni. Hann stýrir sinni eigin hljómsveit, Arcangelo, sem hefur m.a. hljóðritað Messu í h-moll eftir Bach og hlotið frábæra dóma. Á Aðventutónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands stjórnar hann Parísarsinfóníunni svonefndu eftir Mozart auk hljómsveitarsvítu Bachs nr. 3, þeirri sem hefur að geyma hina ægifögru „Aríu á G-streng“.