Tix.is

Um viðburðinn

Hollywood / Reykjavík - Sinfóníuhljómsveit Íslands
12. okt. » 19:30 Eldborg | Harpa

HLJÓMSVEITARSTJÓRI
Richard Kaufman                       

EFNISSKRÁ
Tónlist úr vinsælum kvikmyndum
Ben-Húr, Brúnni yfir ána Kwai, Gone with the Wind, Sunset Boulevard, The Monuments Men, Breakfast at Tiffanys, Súperman og Stjörnustríði.   

Á þessum tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands verður gægst í gullkistu kvikmyndatónlistar frá Hollywood. Þar er af nógu að taka: Ben-Húr, Brúin yfir ána Kwai, Gone with the Wind og Breakfast at Tiffanys, auk þess sem leikin verða stef úr myndunum Súperman og Stjörnustríð eftir hinn sívinsæla John Williams.

Hljómsveitarstjórinn Richard Kaufman hefur áratuga reynslu af störfum í Hollywood þar sem hann stjórnar tónlist fyrir kvikmyndir og sjónvarpsþætti auk þess að koma fram með leiðandi hljómsveitum Bandaríkjanna. Hann hefur meðal annars stjórnað kvikmyndatónleikum Sinfóníuhljómsveitarinnar í Chicago síðustu 11 ár við frábærar undirtektir. Kaufman er líka sá sem stjörnurnar fá til að þjálfa sig þegar þær þurfa að þykjast leika á hljóðfæri í kvikmyndum. Tom Hanks og Jack Nicholson eru meðal þeirra sem þegið hafa leiðsögn hans í þeim efnum. 

Tónleikarnir eru liður í LA / Reykjavík hátíð Sinfóníuhljómsveitar Íslands dagana 3. – 12. október.