Tix.is

  • Listahátíð
  • 22.júlí kl. 20:00
Um viðburðinn

..:::: TÓNLEIKAR LUNGA 2017::::...

Útitónleikar LungA fara fram á Norðursíldarplaninu á Seyðisfirði laugardaginn 22. júlí 2017

LungA listahátíð hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn áhugaverðasti og framsæknasti listviðburður landsins. Seyðisfjarðarbær yðar af lífi á meðan á hátíðinni stendur þar sem listafólk hvaðanæva úr heiminum kemur saman í nafni sköpunargleðinnar.

Á útitónleikum LungA, sem fara fram á lokakvöldi hátíðarinnar, hefur jafnan rjóminn úr íslensku tónlistarlífi komið fram. Í ár verður engin breyting þar á og er þátttaka eftirtalinna listamanna staðfest nú þegar:

Aron Can
Daði Freyr
JFDR
Hórmónar
Birnir
Joey Christ
Cyber
Hermigervill

Miðaverð á Tix.is er 7.900 krónur fram að miðnætti 21. júlí.

Miðaverð á svæðinu, samdægurs er 8.900 krónur.

Takmarkað upplag í boði, svo tryggðu þér miða nú þegar.

Frítt er fyrir 50 ára og eldri, og 12 ára og yngri. Hvetjum við foreldra til að virða útivistareglur barna með því að mæta með þeim á tónleikasvæðið.

Ókeypis rútuferðir fyrir miðahafa verða frá Herðubreið að tónleikahliðinu á milli kl. 20:00 og 23:00. Engum bílum verður hleypt inn á tónleikasvæðið.

...:::: VINABAND LUNGA::::...

LungA listahátíð heldur áfram að bjóða upp á fjöldan allan af heimsklassa listviðburðum, gestum hátíðarinnar að kostnaðarlausu. Dansýningar, uppistand, tónleika, fyrirlestra, gjörninga og innsetningar af ýmsu tagi.

Við teljum það hlutverk okkar að bjóða upp á metnaðarfulla listdagskrá, veita innblástur, skapa öruggt lærdómsrými og leiða saman líkar sálir.

Í ár bryddum við upp á nýjung og bjóðum öllum þeim sem hafa áhuga á að styrkja LungA í starfi sínu í þágu listar og menningar að kaupa vinaband LungA. Vinaband LungA er ekki aðgangsgefandi, það kostar 2.000 krónur og færir gott karma og sköpunnargleði til þess sem það ber. Armbandið er hannað af Guðmundi Úlfarssyni, hönnuði hátíðarinnar og er listaverk út af fyrir sig.

Hægt verður að nálgast vinaböndin á Seyðisfirði yfir hátíðina sjálfa. Ef þú sérð þér ekki fært að sækja vinabandið til okkar, sendu þá tölvupóst á vinaband@lunga.is með kvittun, nafni og heimilsfangi og við komum því til skila.

Allar frekari upplýsingar um vikudagskrá, listasmiðjur, fyrirlestra og aðra viðburði á vegum LungA listahátíðar verður að finna á lunga.is og fésbókarsíðu hátíðarinnar