Tix.is

Um viðburðinn

The xx munu halda Night + Day tónlistarviðburðinn sinn á Íslandi í Júlí næstkomandi. Night + Day hefur verið haldinn frá Lissabon til Berlínar, og síðast í mars í Brixton, þar sem viðburðurinn stóð yfir í 8 daga. Þar kom hljómsveitin fram á sjö uppseldum viðburðum í O2 Academy Brixton, sem tekur allt að 5000 gesti.

Í þetta sinn verður viðburðurinn haldinn við Skógafoss, sem er margrómaður fyrir nátturufegurð sína, og mun standa yfir í 3 daga frá 14. til 16. júlí. Einungis 2500 miðar eru í boði á viðburðinn, sem er sá fyrsti sinnar tegundar við Skógarfoss.

Í kjölfar þess að The xx tók upp hluta plötunnar "I See You" á Íslandi, sem toppaði vinsældalista um allan heim, þótti kjörið að halda Night + Day hérlendis. Meðlimir The xx sendu frá sér yfirlýsingu um viðburðinn: "Við erum í skýjunum að halda Night + Day á Íslandi yfir einstaka helgi af tónlist við hliðina á Skógafossi! Við urðum ástfanginn af Íslandi þegar við vorum við upptökur á "I See You" fyrir nokkrum árum og hlökkum gífurlega til að snúa aftur ásamt vinum nær og fjær. Við vonumst til að þú getir tekið þátt í viðburðinum með okkur þar í Júlí!"

Í boði eru 3 tegundir miða sem eru helgarpassar fyrir alla hátíðarhelgina auk aðgangs að tjaldsvæði á 19900 kr.

Einnig eru í boði dagpassar fyrir laugardag og sunnudag án tjaldsvæðissaðgangs á fyrir 9950 kr.

Að auki er hægt að kaupa 2-daga passa fyrir laugardardag og sunnudag án tjaldsvæðisaðgangs á 13900 kr.

Listamennirnir hér að neðan voru sérvaldir af The xx til að koma fram:

The xx
Jamie xx
Kamasi Washington
Earl Sweatshirt
Warpaint
Sampha
Robyn & Mr Tophat (dj set)
Jagwar Ma
Floating Points (dj set)
Högni
Bjarki
Pampa Showcase (Axel Boman & Robag Wruhme)
Gilles Peterson
Benji B
Hunee
Mr Silla
Call Super
Marching Church
Gangly
JFDR
Kelsey Lu
Orang Volante
Kristín Anna
Avalon Emerson
Fox Train Safari
TRPTYCH

Á föstudag koma fram:

Jagwar Ma
Pampa Showcase (Axel Boman & Robag Wruhme)
auk annarra

Á laugardag koma fram:

The xx
Robyn & Mr Tophat (dj set)
Benji B
Gilles Peterson
auk fjölda annarra.

Á sunnudag koma fram:

Jamie xx
Kamasi Washington
Earl Sweatshirt
Warpaint
Sampha
auk fjölda annarra.

Nánari upplýsingar um viðburðinn má nálgast á vefsíðu hátíðarinnar og að auki getur þú haft samband við skipuleggjendur gegnum tölvupóst.(info@thexxnightandday.com)