Tix.is

Um viðburðinn

SIGUR RÓS TEKUR YFIR HÖRPU MILLI JÓLA OG NÝÁRS

Sigur Rós kemur fram á fernum tónleikum í Eldborg dagana 27., 28., 29. og 30. desember. Á sama tíma heldur hún veigamikla listahátíð sem kallast „Norður og niður“. 

TÓNLEIKARNIR
Tónleikar Sigur Rósar í Eldborgarsal Hörpu verða þeir síðustu á 18 mánaða tónleikaferðalagi hljómsveitarinnar um heiminn sem hófst um mitt síðasta ár. Þá verða liðin 5 ár síðan hljómsveitin kom fram á Íslandi.

Besta miða fylgir NORÐUR OG NIÐUR stuttermabolur, taupoki og NORÐUR OG NIÐUR 7 tommu vínyl sem inniheldur áður óútgefið lag eftir Sigur Rós. Athugið að þennan varning er aðeins hægt að eignast gegnum Eldborgartónleika sveitarinnar 2017 á Besta-verði. Varningurinn verður afhendur kaupendum á viðkomandi tónleikadegi. Tölvupóstur verður sendur með nánari upplýsingum um hvernig og hvar nálgast skuli varninginn.

Athugið að miðar á tónleika Sigur Rósar gilda ekki á aðra viðburði Norður og niður hátíðarinnar eða öfugt.

HÁTÍÐIN
Listahátíðin Norður og niður mun hýsa tónlistarviðburði, innsetningar, dans, kvikmyndasýningar og óvæntar uppákomur vina og samverkafólks Sigur Rósar í gegnum tíðina í öllum mögulegum og ómögulegum plássum sem finna má í Hörpu, dagana 27.-30. desember.

Fólki sem á miða á tónleikana býðst að kaupa passa á Norður og niður á sérstöku tilboðsverði en hafa verður samband við miðasölu til að ganga frá þeim kaupum í síma 5285050 eða í netfangið midasala@harpa.is.