Tix.is

Um viðburðinn

Árið 1985 gaf Re-Search út bókina Incredibly Strange Films eftir V. Vale og Andrea Juno. Bók þessi er biblía áhugamanna um undarlegar bíómyndir og er enn lesin víða um heim. Bókin rýnir í ýmsar undarlegar myndir sögunnar frá fersku sjónarhorni og inniheldur viðtöl við leikstjóra eins og Russ Meyer, Herchell Gordon Lewis, Ted V. Michaels og fleiri meistara undranna.

23. apríl verður myndin The Mask eftir Julian Hoffman frá 1961 kl 20:00.Myndin fjallar um fornleifafræðing sem fær endurteknar martraðir tengdar grímu sem finnst í uppgreftri. Áður en hann fremur sjálfsmorð sendir hann grímuna til sálfræðingsins síns sem verður fljótlega dreginn inní martraðarheim grímunnar. Samnefnd gamanmynd með Jim Carrey er lauslega byggð á þessari mjög sérkennilegu hrollvekju.

Áður sýndir titlar í Apríl:

Spider Baby, or The Maddest Story Ever Told  eftir Jack Hill (1967)- er sýnd sunnudaginn 9. apríl 20:00

Faster Pussycat, Kill Kill! by Russ Meyer (1965) – sýnd á anna í páskum 17. apríl 20:00