Tix.is

Um viðburðinn

„Eyjólfur „Eyfi“ Kristjánsson hefur verið í framavarðarsveit íslenskra dægurtónlistarflytjenda um árabil og mun á þessum „órafmögnuðu“ tónleikum flytja lög sín ásamt hljómsveit og gestum, sem spanna 32 ára feril í bransanum og má þar nefna til dæmis „Álfheiður Björk“, „Dagar“, „Ég lifi í draumi“, „Ástarævintýri (á Vetrarbraut)“, „Danska lagið“, „Draumur um Nínu“, „Allt búið“, „Kannski er ástin“, „Mánaskin“, „Aðeins þú“, „Góða ferð“ o.m.fl. Eyfi mun einnig spjalla á léttu nótunum við tónleikagesti og segja óborganlegar sögur af ferli sínum.

Sérstakir gestir Eyfa á tónleikunum verða þau Bergþór Pálsson, Richard Scobie, Sigrún Waage og Björn Jörundur Friðbjörnsson. Fjögurra manna hljómsveit verður ennfremur Eyfa til fulltingis og skipa hana þeir Einar Örn Jónsson á píanó og raddir, Ingi G. Jóhannsson á gítar og raddir, Haraldur Þorsteinsson á bassa og Benedikt Brynleifsson á trommur.

Tónleikarnir hefjast kl. 22.00 laugardagskvöldið 6. maí á Rosenberg og eru borðapantanir í síma 551-2442 eftir kl. 17.00