Tix.is

Um viðburðinn

Á vorin gerast kraftaverk, sagði einhver einhvern tímann. Það á vel við núna, vegna þess að hljómsveitin Dikta mun bregða undir sig öðrum fætinum og stíga á stokk á Akureyri laugardaginn 29. apríl á Græna hattinum. Það þarf vart að kynna þessi gæðablóð fyrir Íslendingum enda fyrir margt löngu búnir að syngja sig og spila inn í hjörtu þjóðarinnar með hverjum smellinum á fætur öðrum sem hljómað hafa á öldum ljósvakans.

Nýjasta breiðskífa hljómsveitarinnar, Easy Street, hefur fengið frábærar viðtökur og mikla spilun og er enn ein rósin í hnappagat sveitarinnar sem hefur verið iðin við útgáfu síðastliðin ár. Ferskleiki jafnt sem og léttleiki eru einkunnarorð hljómsveitarinnar við tónleikahald og engar líkur á öðru en að hver sá sem mætir á þennan viðburð fari þaðan kátari en slátur.

Því væru það mistök að láta sig vanta á Græna hattinn 29. apríl.