Tix.is

Um viðburðinn

The Bootleg Beatles og SinfóníaNord halda upp á afmæli Sgt. Pepper.

Bítlarnir ----- Sgt Pepper´s Lonely Hearts Club Band

The Bootleg Beatles

SinfóníaNord

Eldborg - laugardaginn 2 september Hof - sunnudaginn 3 september

Ein virtasta og vinsælasta bítlahljómsveit heimsins, the Bootleg Beatles munu halda sannkallaða stórafmælistónleika í haust í samstarfi við SinfóníaNord, en ein merkasta og áhrifamesta plata allra tíma, Sgt Pepper´s Lonely Hearts Club Band er 50 ára á þessu ári.

Þar mun SinfoNord og The Bootleg Beatles flytja meistaraverkið í heild sinni ásamt mörgum perlum Bítlana frá þessu blómatímabili þeirra – meðal annars; Strawberry Fields, Penny Lane og auðvitað All You Need is Love.

Hljómleikarnir verða í Eldborg, laugardaginn 2. september og Hofi, sunnudaginn 3. september.

Þetta verður frábært og um leið, einstakt tækifæri til að heiðra plötu sem Rolling Stone tímaritið taldi ,,merkustu plötu allra tíma“.

Eða eins og strákarnir fjórir frá Liverpool sögðu ,,A splendid time is guaranteed for all“

Miðasala hefst á miðvikudaginn 19. apríl á harpa.is og tix.is og mak.is

SGT PEPPER´S LONELY HEARTS CLUB BAND

Sgt Pepper´s Lonely Hearts Club Band var sú plata Bítlana sem sýndi hina gríðarlegu snilligáfu sem í þeim bjó. Á þessum tíma voru þeir hættir öllu hljómleikahaldi og gátu einbeitt sér í stúdíóinu, þar sem þeir nýttu alla sína hæfileika til að gera eina merkustu plötu allra tíma. Platan var blanda af öllu því besta sem hafði gert Bítlana að risum í tónlistinni. Ekki aðeins var hún tímamótaverk á sínum tíma heldur hefur hún staðist tímans tönn og er eins fersk í dag og fyrir fimmtíu árum.

Tímaritið Time kallaði plötuna ,,sögulega brottfor í þróun tónlistar“

SinfóníaNord

SinfóníaNord er nútímaleg og verkefnamiðuð hljómsveit. Fyrir utan að hafa í hávegum flutning á klassískri tónlist sérhæfir hljómsveitin sig í upptökum á kvikmyndatónlist og frumflutningi á nýrri íslenskri sinfónískri tónlist. Hljómsveitin hefur að leiðarljósi menningarlegt fordómaleysi og stofnar iðulega til samstarfs við aðila úr öðrum geirum tónlistarsenunnar á Íslandi.

THE BOOTLEG BEATLES

The Bootleg Beatles hafa spilað lög Bítlana frá árinu 1982 og hafa haldið yfir 4000 tónleika.

Fimm sinnum á Glastonbury, átján sinnum í The Royal Albert Hall, þrisvar sinnum á Hróarskeldu. Seldu upp á Budokan Stadium í Japan, spilað á Wembley Stadium, 40 ára krýningarafmæli Elísabetar drottningar. Hitað upp fyrir t.d. Oasis á frægum tónleikum þeirra í Earl´s Court ( árið 1995) og fluttu svo ,,I Am The Walrus“ með Oasis í lok hljómleikana. Travis, David Bowie, Rod Stewart, Simple Minds. The Bootleg Beatles hafa hvarvetna í heiminum fengið frábæra dóma fyrir hljómleika sína og margir staðið agndofa yfir því hversu flott þetta er, hvað strákarnir eru góðir hljóðfæraleikarar og hversu vel þeir ná John, Paul, George og Ringo bæði í útliti og eins í söng og framkomu. Og svo, þegar bætast við sinfóníuhljómsveit, geta þeir tekið flóknari lög, sem Bítlarnir gerðu seinna á ferlinum og lögðu ekki í að flytja sjálfir á hljómleikum.