Tix.is

Um viðburðinn

Veröld fátæka verkamannsins Tsanko Petrov umturnast þegar hann finnur stóra bunka af reiðufé á í vinnu sinni á járnbrautateinum í Búlgaríu. Hann ákveður að gera lögreglunni viðvart, en þegar stjórnmálamenn komast á snoðir um söguna vilja þeir gera Tsanko að hetju í innlendum fjölmiðlum.

Um er að ræða aðra kvikmyndina í trílógíu leikstjóranna sem fjallar á félagslega raunsæjan hátt um spillingu, stéttarskiptingu í nútíma samfélagi Búlgaríu.

Myndin hefur unnið til fjölmargra verðlauna m.a. á Gijón International Film Festival, Hamptons International Film Festival, Kolkata International Film Festival, Les Arcs European Film Festival og Locarno International Film Festival 2016.

„Frank Capra hittir Dardenne bræðurnar fyrir í Búlgarska dramanu Glory“ – Indiewire

„Grípandi og myrk gamanmynd sem að lokum verður að nokkurs konar harmleik“ – The Hollywood Reporter 

Myndin er frumsýnd á Stockfish – Kvikmyndahátíð í Reykjavík með enskum texta að viðstöddum leikstjóra og fer svo í almennar sýningar í Bíó Paradís frá 7. apríl með íslenskum texta.