Tix.is

Um viðburðinn

Ítalska tónskáldið og píanóleikarinn Ludovico Einaudi verður með tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 17. júlí.

Einaudi leikur þar úrval verka af nýjustu plötu sinni „Elements” auk fjölda annarra verka frá hans magnaða tónsmíðaferli.

Elements inniheldur tólf hljóðverk þar sem leikið er á píanó, strengjahljóðfæri, slagverk, gítar og rafhljóðfæri. Verkin eru innblásin af frumþáttum náttúrunnar, stærðfræði og vísinda, ólíkum tónlistarstefnum og listaverkum. Þau eru sannarlega spennandi og vekja mann til umhugsunar á sama tíma.

Einaudi hefur hægt en örugglega orðin einn af farsælustu tónlistarmönnum heims. Ölvandi fagrar tónsmíðar hans hafa náð á topplista klassískrar tónlistar viða um heim og státar hann af því að hafa selt yfir 1,8 milljón plötur.

Tónleikar hans draga að húsfylli hvert sem hann fer, allt frá Óperuhúsinu í Sidney til Royal Albert Hall – og nú er komið að Hörpu.

Tónlist hans hefur verið notuð í yfir 20 kvikmyndum, þar á meðal hinni frönsku Untouchables sem var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna.

Erfitt er að flokka tónlist Einaudi eftir hefðbundum flokkunaraðferðum, hún er mínímalísk, klassísk á óhefðbundinn hátt og tekur inn bæði umhverfið og samtímann. Einaudi hefur sjálfur sagt að hann sé undir áhrifum frá svo ólíkum tónlinstarstefnum svo sem klassík, afríkutónlist, þjóðlaga og rokks

„Hann er mitt á milli hafta klassískrar tónlistar og ákafa poppmelódíunnar.”
- The Independent.

„Píanisti á Guðs vegum.”
- Daily Telegraph

„Höfðingi samlegðar klassískrar tónlistar og popptónlistar.”
- The Times