Tix.is

Um viðburðinn

Kór Akraneskirkju flytur St John Passion eftir Bob Chilcott

St John Passion eða Jóhannesarpassía er nýlegt kórverk sem samið var árið 2013. Textinn er tekinn beint upp úr Jóhannesarguðspjalli og fjallar um handtöku og krossfestingu Jesú Krists. Sagan er sögð af guðspjallamanni sem sunginn er af tenór og hlutverk Jesú og Pílatusar eru sungin af bassa og baríton. Inn í verkið fléttar tónskáldið glæsilegum kórköflum þar sem sungnir eru sálmar og ljóð sem tengjast þessum dramatísku atburðum.

Þetta er gríðarlega áhrifamikið mikið verk og er farið að njóta mikilla vinsælda um allan heim. Akurnesingurinn Guðmundur Kristjánsson hefur séð um efnislegar þýðingar og verður íslenskum texta varpað á skjá á meðan tónleikum stendur.

Einsöngvarar: Elfa Margrét Ingvadóttir, sópran, Gissur Páll Gissurarson, tenór, Jóhann Smári Sævarsson, bassi, Ásgeir Páll Ágústsson baríton og félagar úr Kór Akraneskirkju.

Hljóðfæraleikarar: Jón Bjarnason, orgel, Örnólfur Kristjánsson, selló, Elín Björk Jónasdóttir, lágfiðla og Vilhjálmur Ingi Sigurðarson, trompet. Stjórnandi er Sveinn Arnar Sæmundsson