Tix.is

Um viðburðinn
HVA ER GREIA MED SKAM, LIKSOM?
-Et klassisk norsk vorspiel med lett akademisk vri.

Norræna húsið – Black Box (á neðri hæð) 31. mars. kl.17-19.

Miðaverð 1100. kr. Miðasala á www.tix.is  Viðburðurinn er aðeins fyrir fullorðna SKAM aðdáendur. Innifalið í miðaverði er aðgangur, vínglas/bjór/óáfengur drykkur og snarl. Aalto Bistro verður með barinn á Happy hour i Black Box auk þess sem veitingarstaðurinn er opinn til 21:30.

Hvað er málið með SKAM? er yfirskrift viðburðarins. Við fáum til okkar aðdáendur og sérfræðinga, stillum upp spennandi pallborði, horfum á vel valdar klippur, ræðum, pælum og skemmtum okkur. Dj Sunna Ben þeytir skífum með lögum úr þáttunum. 

Pallborð

Anna Sigríður Þráinsdóttir málfarsráðunautur RÚV og Anna Gyða Sigurgísladóttir dagskrárgerðarmaður á RÚV og sjónvarpsgagnrýnir og dagskrágerðarmaður á RÚV, Nína Richter, Stella Soffía Jóhannesdóttir verkefnastjóri útgáfu hjá Forlaginu og Ritari Samfylkingarinnar, Óskar Steinn Jónínuson Ómarsson.

Umræða fer fram á íslensku (með smá norskuslettum). Sýndar verða vel valdar stiklur úr þáttunum ásamt fleiru sem ávarpar þema kvöldsins sem er Hva er greia med SKAM, liksom?


SKAM festivalið er skipulagt í samstarfi við Norska Sendiráðið í Reykjavík.

Fjögurra daga SKAM Festival verður haldið í Norræna Húsinu 30. mars – 2. apríl og det blir dritgøy, ass!

Hátíðin hefst fimmtudaginn 30. mars með viðburði fyrir unga aðdáendur þáttarins sem ber heitið ÉG ELSKA SKAM! Viðburðurinn er skipulagður af Kosegruppa og inniheldur standlaust fjör frá kl. 19.-21.30. Á föstudeginum 31. mars verður stemningin önnur með pallborðsumræðum og Happy hour AALTO Bistro fyrir eldri áhorfendahóp SKAM, enda þátturinn þekktur fyrir að eiga aðdáendur á öllum aldri.

Helgina 1.-2. apríl býður Norræna húsið upp á SKAM-maraþon á stóra skjánum í Aðalsal hússins í notalegu umhverfi og með ókeypis aðgangi.