Tix.is

Um viðburðinn

Kött Grá Pje ásamt Heimi Rappara og Hlyni í Skyttunum

Kött Grá Pje sló eftirminnilega í gegn með laginu Aheybaró og hefur síðan þá kyrjað rappvísur sem eru engu líkar undir þéttum hljóðgervlum og djúpum takti. Hann hefur verið uppnefndur "Megas íslensku rappsenunnar" vegna frumlegra vísana og duldra líkinga í textasmíðum sínum. Hann hefur verið að vinna nýtt efni sem mun koma út á næstu misserum.

Heimir Rappari gaf nýlega út plötuna George Orwell sem hefur hlotið mikið lof. Heimir og Hlynur flytja sitt eigið efni, en þeir voru báðir í Skyttunum, bandi sem ætti að vera öllum rappunnendum góðkunn.