Tix.is

Um viðburðinn

Reykjavík Kabarett er allt í senn - öskrandi fyndið, fágað dónó og rorrandi gleðigjafi. Hópurinn okkar hefði ekki getað verið ánægðari, við mælum eindregið með Reykjavík Kabarett.

-Hallveig Rúnarsdóttir

Hinn ótrúlegi Reykjavík Kabarett blæs til þriðju sýningalotu. Íslenska kabarettfjölskyldan með Miss Mokki, Ungfrú Hringaná, Maísól, Nadiu, Lárusi Blöndal og Margréti Arnar mun láta ljós sitt skína ásamt einvalaliði erlendra gesta. Frá New York koma þau James og Camille Habacker, sem stjórna burlesquehöllinni Slipper Room. Sabrina Chap (“A knee slapping, bawdy good time."- The Killing Floor) mun einnig heiðra okkur með nærveru sinni sem og hinn seiðandi Wilfredo.

Húsið verður opnað 20:30 og sýning hefst kl. 21:00. 20 ára aldurstakmark. Frjálst sætaval og aðeins 80 miðar í boði hvert kvöld. Athugið að uppselt hefur verið á hverja einustu sýningu kabarettsins hingað til.