Tix.is

Um viðburðinn

Vocal Project er engin venjulegur kór – heldur poppkór. Eins og nafnið gefur til kynna syngur kórinn ekki „hefðbundin“ kórlög heldur eru áherslur kórsins mestar á rytmíska sviðinu. Kórinn var stofnaður í árslok 2010 af örfáum söngelskum krökkum sem langaði að syngja í öðruvísi kór. Síðan þá hefur kórinn heldur betur stækkað og dafnað og eru um 80 manns í kórnum í dag.

Að þessu sinni mun kórinn syngja með og án undirleiks. Dagskráin verður fjölbreytt og ekki af verri endanum og mun kórinn flytja lög líkt og Halo eftir Beyoncé, Nothing else matters eftir Metallica og Human eftir Rag´n´Bone Man.

Kórstjóri kórsins er hinn fjölhæfi og þaulreyndi tónlistarmaður Gunnar Ben. Hann er Mývetningur, menntaður í óbóleik og skapandi tónlistarmiðlun og með margra ára reynslu af kórstjórn. Gunnar er með bakgrunn jafnt í þungarokki sem og klassískri tónlist.

Hljómsveitina skipa þeir Guðmundur Stefán Þorvaldsson – Gítar, Óttar Sæmundssen – Bassi og Jón Geir Jóhannsson – Trommur.