Tix.is

Um viðburðinn

Nýdönsk heldur tvenna tímamótatónleika í Eldborg 23. september en hljómsveitin var stofnuð árið 1987 og verður því orðin 30 ára gömul þegar tónleikarnir hefjast.

Hljómsveitinni til fulltingis á þessum tímamótum verður stór strengjasveit og flutt verða þekktustu lög sveitarinnar auk glænýrra laga af glóðvolgri plötu sem hljóðrituð verður í Kanada og víðar á árinu.

Sérstakur gestur á tónleikunum verður hinn hálf-íslenski Lindy Vopnfjörð.

Þeim sem kaupa miða á tónleikana býðst að kaupa plötuna í forsölu á sérstöku tilboðsverði og fá hana afhenta áritaða á tónleikadag.

Hljómsveitina skipa sem fyrr Björn Jr. Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Jón Ólafsson, Ólafur Hólm og Stefán Hjörleifsson. Þeim til aðstoðar er Ingi Skúlason auk áðurnefndrar strengjasveitar.

Meðal þekktra laga Nýdanskrar má nefna Horfðu til himins, Flugvélar, Alelda, Fram á nótt, Hjálpaðu mér upp, Nostradamus og Frelsið.