Tix.is

Um viðburðinn

Lee er skyldaður til að snúa heim og hugsa um ungan frænda sinn eftir fráfall bróður síns. Hann á erfitt með tilhugsunina um að setjast aftur að í borginni sem hann hafði áður yfirgefið og efast um sjálfan sig sem forráðamann drengsins. Gegnum myndina sjá áhorfendur endurlit úr fortíðinni og ástæðan fyrir því hvers vegna Lee ákvað að flytja burt frá Manchester verður sífellt skýrari.

Kvikmyndin var valin af American Film Institute og National Board of Review sem ein af bestu kvikmyndum ársins 2016. Kvikmyndin er tilnefnd til 6 Óskarsverðlaunanna 2017 m.a. fyrir bestu kvikmyndina, bestu leikstjórnina, besta leikara (Casey Affleck), besta leikara í aðalhlutverki, bestu leikkonu í aðalhlutverki (Michelle Williams) og besta frumsamda handritið.

Óskarsstytturnar urðu tvær, fyrir besta frumsamda handritið og besta leikara í aðalhlutverki (Casey Affleck).