Tix.is

Um viðburðinn

Fimleikar

Loksins! Fimleikaveisla í Laugardalshöll. Allt besta fimleikafólk Íslands í áhalda- og hópfimleikum mun etja kappi um Íslandsmeistaratitla í sinni grein. Laugardalshöllinni verður breytt í fimleikaparadís yfir eina helgi og þetta er eitthvað sem þú vilt ekki missa af. Búum til svakalega stemmningu og hvetjum fimleikafólkið okkar áfram.

Frítt inn fyrir tólf ára og yngri og ýmsir viðburðir í kringum mótið fyrir unga fimleikafólkið okkar. Kjörið að eiga góðan fjölskyldu dag í Laugardalshöllinni og horfa á fimleika eins og þeir gerast bestir á Norðurlöndunum.


Fimmtudagur
- Íslandsmót í hópfimleikum

  • Húsið opnar 15:30
  • Mót hefst 17:20

Laugardagur - Fjölþraut í áhaldafimleikum

  • Húsið opnar 13:00
  • Mót hefst 14:15

Sunnudagur - Úrslit í einstökum áhöldum í áhaldafimleikum

  • Húsið opnar 9:00
  • Mót hefst 9:30