Tix.is

Um viðburðinn

Dramatísk gamanmynd frá árinu 2000 sem fjallar um William Miller, sem er heppnari en flestir aðrir. Hann er bara 15 ára en samt hefur honum verið falið að skrifa grein í Rolling Stone Magazine. William ætlar að fjalla um líf meðlima í frægri rokksveit og heldur af stað með stjörnunum í tónleikaferðalag. Það gerist margt á bak við tjöldin og William upplifir ótrúlegustu hluti. Með þeim Patrick Fugit og Kate Hudson í aðalhlutverkum, mynd sem þú verður að sjá aftur á hvíta tjaldinu!

Ekki missa af Almost Famous á föstudagspartísýningu föstudaginn 21. apríl kl 20:00! Veitingasala á staðnum í hæsta gæðaflokki og barinn okkar verður galopinn!