Tix.is

Um viðburðinn

Bræðslan 2017 29.júlí á Borgarfirði Eystri

Bræðslan á Borgarfirði hefur fyrir löngu fest sig í sessi sem einn af hápunktum sumarsins hjá náttúruþyrstum tónlistarunendum en þetta er 13 árið í röð sem Borgfirðingar taka sig til og breyta gömlu síldarbræðslunni í tónleikasal.

Síðustu ár hefur verið uppselt á tónleikana og er það ekki síst að þakka þeirri einstakri stemmingu sem skapast á Bræðslunni þar sem saman fara stórbrotin náttúra og gestrisni heimafólks

Þau sem koma fram á Bræðslunni 2017 eru: Todmobile - Lisa Hannigan - Síðan skein sól - Hinemoa - Úlfur Úlfur og MurMur

Miðaverð er 8.900

Tónleikar fara fram laugardagskvöldið 29. júlí. Aðgöngumiði veitir ekki aðgang að öðrum tónleikum á Borgarfirði í vikunni fyrir Bræðslu. Tjaldstæði eru seld sérstaklega á staðnum.