Tix.is

Um viðburðinn

Í október verða liðin 40 ár frá því metsöluplatan BAT OUT OF HELL með Meatloaf kom út árið 1977.

Af því tilefni setja Rigg viðburðir upp að nýju tónleikasýninguna þar sem platan er flutt í heild sinni. Hér er samstarfi Meatloaf og lagahöfundarins Jim Steinman gert hátt undir höfði í einni metnaðarfyllstu tónleikasýningu sem sett hefur verið upp hér á landi. Þessi glæsilegi hópur íslenskra listamanna flytur einnig önnur þekkt lög eftir Jim Steinman sem setið hafa á toppi vinsældarlista út um allan heim, eins og Total eclipse of the heart, I'd do anything for love, Holding out for a hero, Its all coming back to me now og fleiri.

Sérstök afmælissýning BAT OUT OF HELL - í 40 ár verður í Eldborg laugardaginn 7. október 2017 kl. 20:00. Miðasalan hefst 9. mars kl. 10:00 á harpa.is og tix.is.

Söngvarar:
Dagur Sigurðsson
Eiríkur Hauksson
Heiða Ólafsdóttir
Matthías Matthíasson
Stefanía Svavarsdóttir
Friðrik Ómar
Stefán Jakobsson
Erna Hrönn Ólafsdóttir

Hljómsveit:
Benedikt Brynleifsson trommur
Róbert Þórhallsson bassi
Kristján Grétarsson gítar
Karl Olgeirsson piano
Haraldur V Sveinbjörnsson hljómborð
Steinar Sigurðarson saxófónn
Diddi Guðnason slagverk
Einar Þór Jóhannsson gítar

Búningameistari: Rebekka Ingimundardóttir/ Eleni Podara
Förðunarmeistari: Sólveig Birna Gísladóttir
Ljósameistari: Helgi Steinar Halldórsson
Hljóðmeistari: Haffi Tempo
Sviðsmeistari: Haukur Henriksen
Framleiðandi: Rigg Viðburðir