Tix.is

Um viðburðinn

Leikfélag Kvennaskólans í Reykjavík, Fúría kynnir með stolti stærstu uppsetningu sína til þessa, Litlu Hryllingsbúðina.

Litla Hryllingsbúðin er gaman- og hrollvekjusöngleikur sem gerist árið 1960.

Söngleikurinn hefur farið sigurför um heiminn frá því að hann var fyrst sýndur á Broadway 6.maí 1982 og einnig unnið til fjölda verðlauna. Það var gerð bíómynd eftir söngleiknum 1960 og svo aftur 1986 og hlutu þær báðar mikið lof frá gagnrýnendum. Litla Hryllingsbúðin var síðast sett upp á Íslandi af Borgarleikhúsinu árið 1999 og léku Valur Freyr og Þórunn Lárusdóttir aðalhlutverkin í henni. Einnig hafa ýmis áhugaleikhús og menntaskólar sett upp þennan heimsfræga söngleik.

Nú er komið að uppsetningu Kvennaskólans. Leikstjóri verksins er Marta Nordal en hún útskrifaðist frá Bristol Old Vic Theatre School árið 1995. Hún á að baki fjölda leiksýninga hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóðleikhúsinu, Leikfélagi Akureyrar og ýmsum leikhópum. Anna Margrét Kaldalóns er söngstýra en hún útskrifaðist með BA gráðu í söng frá New England Conservatory í Boston og lauk MA gráðu í söng frá University of Texas at Austin árið 1995. Valgeir Skagfjörð sér um tónlistina en hann stundaði nám við Musikaliska Institutet í Stokkhólmi. Lauk námi við Leiklistarskóla Íslands 1987 og síðan kennaradeild LHÍ 2004. Þess undan hefur hann skrifað leikrit og samið tónlist fyrir leikhús, sjónvarp, útvarp, unnið að dagskrárgerð og ýmist fleira.

Árið er 1960 og sagan á sér stað í Skítþró, stórborg í Bandaríkjunum.
Við fylgjumst með ungum manni að nafni Baldur Krílburi og lífi hans á Skítþró. Hann vinnur ásamt Auði, konunni sem hann elskar, í Blómabúð Músníks á Skítþró. Baldur er einfaldur náungi, algjör klaufabárður og núll og nix. Blómabúðin þénar litlu sem engu þar til dag einn stillir Baldur óvenjulegri og dularfullri plöntu upp í glugga. Þessi óvenjulega planta skýtur blómabúðinni upp á stjörnuhiminn og gerir bæði plöntuna og Baldur fræg. Þessi dularfulla og óvenjulega planta er ekki jafn saklaus og útlitið gefur til kynna en fæðuval hennar gæti komið ýmsum á óvart.5 ára aldurstakmark