Tix.is

Um viðburðinn

Trúir þú að einhver geti lesið hugsanir þínar? Lior Suchard getur það. Hann getur kafað niður í innstu hugarfylgsni manns og vitað hvað maður hyggst segja áður en maður segir það. Í stórbrotnum sýningum hefur hann fært til hluti með hugaraflinu einu saman, lesið hugsanir manna, sagt fyrir um óorðna atburði, og jafnvel haft áhrif á hugsanir margra áhorfenda í senn.

Lior Suchard er talinn einn af fremstu mönnum heims sem hafa til að bera yfirskilvitlega hæfileika og hinn heimsfrægi Uri Geller hefur sagt Lior vera verðugan arftaka sinn.

Lior Suchard er eftirsóttur skemmtikraftur um heim allan og hefur sýnt í meira en 50 þjóðlöndum. Þá hefur Lior einnig margsinnis komið fram í helstu spjallþáttum í BNA. Fimm sinnum hefur hann komið fram í "The Tonight Show" þar sem hann hefur heillað t.d James Spader, Kim Kardashian, Zac Efron, Taylor Lautner og Jimmy Fallon upp úr skónum. Jay Leno varð einnig furðu lostinn þegar hann snéri baki í Lior og velti teningi í lófanum, því ævinlega gat Suchard sagt með réttu hvað hlið teningsins snéri upp.

Lior Suchard hefur lag á að kom áhorfendum stöðugt á óvart með atriðum sem virðast stangast á við náttúrulögmálin og núna gefst Íslendingum færi á að kynnast þessum frábæra skemmtikrafti.