Tix.is

Um viðburðinn

Sprettfiskur er stuttmyndakeppni Stockfish Film Festival. Sigurmyndin verður tilkynnt í lokahófi Stockfish hátíðarinnar laugardaginn 4. mars. Sigurvegari Sprettfisksins í ár hlýtur í verðlaun 1 milljón kr. í tækjaúttekt hjá Kukli.

Dómnefndina í ár skipa:
Baldvin Z, Rakel Garðarsdóttir og Steinunn Ólína

Arnbjörn
Þrátt fyrir að þekkja allar fjölskyldur landsins betur en nokkur annar, hefur Arnbjörn ættfræðingur aldrei átt fjölskyldu sjálfur.
Leikstjórn: Eyþór Jóvinsson

C - Vítamín
Tvær ungar stelpur, Alda og Karen, safna dóti í tombólur sem þær segja að sé til styrktar langveikum börnum.
Leikstjórn: Guðný Rós Þórhallsdóttir

In the Dark Room
Kona, B, er orðin þreytt á gráum hversdagsleikanum í leiðinlegu blokkinni sinni þar sem hún býr með manninum sínum og tveim börnum.
Leikstjórn: Anna María Helgadóttir

Kalí´s Solitude
Ung stúlka í fjarlægri framtíð glímir við einmanaleika og mengun.
Leikstjórn: Guðjón Ragnarsson

That ´s what friends are for
Álfabikarinn hennar Annelie er fastur inni í henni og Lovisa reynir að hjálpa til. That’s what friends are for er kvikmynd um vináttu og lofsöngur leikstjórans til stelpna, blóðs, naglalakks og kynlífsleikfanga.
Leikstjórn: Brynhildur Þórarinsdottir

VAKA
Í fangelsi afneitunar reynir ung stúlka að endurheimta það sem hún hefur áður misst.
Leikstjórn: Teitur Magnússon

Stockfish Film Festival