Tix.is

Um viðburðinn

Claude Barras
SWI 2016 / 70 min

Þetta er teiknimynd um Icare, níu ára strák sem allir kalla Kúrbít. Mamma hans er alkóhólisti og eftir að hafa vingast við lögreglumanninn Raymond er hann sendur á munaðarleysingjahæli. Dvölin þar byrjar ekki vel, enda er Kúrbít mikið strítt og umhverfið framandi. En þegar á líður öðlast hann meiri virðingu og jafnvel vináttu hinna krakkana.

Myndin er tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta teiknimyndin og var einnig ein þeirra níu sem komst í lokaúrtakið fyrir bestu erlendu mynd á komandi Óskarsverðlaunahátíð. Það munaði því litlu að hún yrði fyrsta myndin í sögu verðlaunanna til að vera tilnefnd í báðum þessum flokkum.

Sýningar:
25. febrúar, kl 14:00

Stockfish Film Festival