Tix.is

Um viðburðinn

Bogdan Mirica
ROM 2016 / 104 min

Afskorinn fótur finnst í drullugu stöðuvatni í Rúmeníu um svipað leyti og Roman, ungur maður úr borginni, kemur í heimsókn. Hann erfði land eftir afa sinn og ætlar að selja það. Vandinn er hins vegar sá að afinn var harðsvíraður glæpaforingi og þetta land er núna leiksvæði hans fyrrum undirmanna, sem hafa engann áhuga á að láta Roman komast upp með að selja undan þeim landið sem er þeim griðastaður til að fremja öll sín ódæði á. Myndina mætti vel kalla svar rúmensku nýbylgjunnar við amerísku klassíkinni Deliverance, þar sem árekstur borgar og sveitar endar með óhugnaði.

Myndin keppti í Un Certain Regard flokknum í Cannes og hlaut þar FIPRESCI gagnrýnendaverðlaunin. Hún hlaut einnig tvö verðlaun á kvikmyndahátíðinni í Sarajevo.

Sýningar:
25.02, kl 20:20
02.03, kl 22:00
04.03, kl 22:15

Stockfish Film Festival